Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón Kristófer Már Maronsson skrifar 26. ágúst 2021 11:01 Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun