Fjölbreytt atvinnulíf er öruggt atvinnulíf Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar