Körfubolti

Breiðablik fær bandarískan liðsstyrk

Valur Páll Eiríksson skrifar
Reili Richardson (t.v.) mun leika með Blikum í vetur.
Reili Richardson (t.v.) mun leika með Blikum í vetur. Mynd/Arizona State

Breiðablik hefur samið við bandaríska bakvörðinn Reili Richardson um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Richardson á að baki unglingalandsleiki fyrir Bandaríkin.

Breiðablik greindi frá komu Richardson í gærkvöld en hún er 23 ára gamall bakvörður. Hún kemur frá Grengewald Hostert í Lúxemborg en þar var hún með 19 stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali á síðustu leiktíð.

Hún lék þar áður með Arizona State-háskólanum í Bandaríkjunum hvar hún á met yfir flestar stoðsendingar í sögu skólans.

Hún á þá að baki landsleiki fyrir U18 og U19 ára landslið Bandaríkjanna.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.