Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:31 Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Sjá meira
Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun