Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:31 Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar