Ég á vin... María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar