Körfubolti

Tryggvi Snær framlengir við Zaragoza

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason hefur leikið með Zaragosa seinustu tvö tímabil.
Tryggvi Snær Hlinason hefur leikið með Zaragosa seinustu tvö tímabil. Vísir/Bára

Tryggvi Snær Hlinason verður áfram í herbúðum Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni út árið 2023, en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag.

Tryggvi er 23 ára miðherji var með að meðaltali rúm sjö stig og tæp fimm fráköst í leik á seinasta tímabili með Zaragoza.

Hann hefur leikið seinustu tvö tímabil með Zaragoza, en þar áður var hann á mála hjá Valencia og á láni hjá Obradoiro.

Tryggvi lenti aftur á Spáni í gærkvöldi eftir landsliðsverkefni þar sem að íslenska liðið tryggði sér þáttökurétt í undankeppni HM 2023.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.