Hvar er framtíðarplanið um lífið með COVID? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:01 Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar