Viðskipti innlent

Þór­hildur ráðin kynningar­full­trúi BHM

Atli Ísleifsson skrifar
Þórhildur Þorkelsdóttir.
Þórhildur Þorkelsdóttir. BHM

Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa.

Frá þessu segir í tilkynningu frá BHM. Þar kemur fram að sem kynningarfulltrúi BHM muni Þórhildur hafa umsjón með vef og samfélagsmiðlum bandalagsins, annast samskipti við fjölmiðla, skipulagningu viðburða og fleiri verkefni á sviði kynningarmála.

„Þórhildur hefur undanfarin ár starfað sem fréttamaður og vaktstjóri á RÚV auk þess að annast dagskrárgerð og þáttastjórnun í bæði útvarpi og sjónvarpi. Áður var hún fréttamaður á Stöð 2 og þar áður blaðamaður á fréttavefnum Vísi og Fréttablaðinu. Hún hefur lokið BA-prófi í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og stundaði nám í mannfræði við Háskóla Íslands. Þess má geta að Þórhildur hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2020 fyrir vönduð fréttatengd viðtöl.

Hún tekur við starfinu af Óla Jóni Jónssyni sem verið hefur kynningarfulltrúi BHM undanfarin rúmlega fimm ár en ákvað nýlega að söðla um og hverfa til annarra starfa,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×