„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 19:21 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum. Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27