Hvernig á alþjóðasamfélagið að verja samfélag, sem ekki sýnir minnsta vilja eða getu til að verja sig sjálft? Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. ágúst 2021 18:01 Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Biden Bandaríkjaforseti, að draga til baka bandarískt herlið, sem þá hafði verið staðsett í Afganistan í 20 ár, þar sem hann taldi tilgangi hertökunnar og hersetunnar vera náð, og, að Bandaríkin og NATO hefðu lagt heimamönnum, þ.e. ríkisstjórn þeirra og herliði, til nægilegt liðsinni – fjármuni, leiðsögn og þjálfun – til að stand á eigin fótum. Undirritaður láir Bandaríkjaforseta þetta ekki og telur hann, að aðrir geti það heldur ekki, ef farið er í greinigu málsins með málefnalegum hætti og af sanngirni. Upphaflegur tilgangur hernámsins var að þrengja að og reyna að útrýma þeim hermdarverkasamtökum, sem höfðu hreiðrað um sig í landinu, og vegið höfði hart að Bandaríkjamönnum með 9.-11. árásinni í New York 2001. Efst á blaði Bandaríkjamanna og vestrænna þjóða var að ná Osama bin Laden, foringja hermdaverkarhópsins al-Qaida, og upprætta þennan hóp illvirkja, sem ógnaði hafði allri heimsbyggðinni. 2. maí 2011 tókst Bandaríkjamönnum að vega bin Laden, en það var þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem endanlega stýrði og leyfði þá aftöku. Þar með var fótunum að mestu kippt undan al-Qaida. Síðan eru liðin 10 ár. Þennan tíma hafa Bandaríkjamenn og Vestræn ríki haldið herliði sínu mikið í Afganistan, en þó hafa áherzlur setuliðsins breytzt úr hreinum hernaðaraðgerðum og hervernd í það, að fræða, þjálfa og styrkja heimamenn og þeirra innviði. Bandalagsþjóðirnar hafa varið til þessa gífurlegum fjármunum, en talið var, að ríkisstjórn landins og heimamenn vildu stefna á vestrænt lýðræði, frelsi og mannréttinsi í landinu til frambúðar, og, að þeir væru tilbúnir til, að taka yfir varnir sjálfra sín og síns frelsis og sinna eigin mannréttinda. Þegar Biden tók sína ákvörðun um að draga herlið sitt til baka, eftir þessi 20 ár, sem reyndar er lengsta hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna á erlendri grund frá upphafi, hafði verið byggður upp afganskur stjórnarher með um 300.000 mönnum, sem hafði hlotið áralanga þjálfun færustu hernaðarsérfræðinga Bandaríkjamanna, Breta og Þjóðverja og fengið hafði í hendur nýjustu og beztu vopn Vesturlanda. Á sama tíma höfðu Talíbanar á 75.000 liðsmönnum að skipa, sem höfðu litla eða enga skipulega hernaðarlega menntun eða þjálfun fengið, mátti fremur flokka undir ofsatrúaða bardagamenn eða, nánast, villimenn. Biden taldi, að þessi stjórnarher myndi hafa alla burði til að geta varið „frjálst“ Afganistan fyrir ofsatrúarmönnunum og yfirgangi þeirra. Ekki sízt með tilliti til öryggis og velfarnaðar stúlkna og kvenna, sem, um leið, voru auðvitað systur og mæður, mátti ætla, að stjórnarhermenn myndu verja lýðræðið og frelsið, sem áunnizt hafði, með kjafti og klóm. En, hvað gerist!? Talibanar vaða inn á hvert valdasvæði ríkistjórnar Afganistan og stjórnarhermanna af öðru og leggja þar allt undir sig, lén fyrir lén og fylki fyrir fylki, þar til þeir labba inn í höfuðborgina, Kabúl, án varnar stjórnarhersins eða nokkurrar andspyrnu. Menn voru orðlausir. Nú heyrast þær raddir frá Afganistan, líka frá Afgönum hér, að Vesturveldin hafi brugðizt Afganistan, og, að þau verði nú að bæta þeim skaðann, sem fyrir urðu. Þetta ágæta fólk verður að snúa sér að þeim, sem nær þeim standa, með sínar kvartanir og kröfugerð. Ábyrgir aðilar eru ekki Vesturveldin, heldur heimamenn sjálfir, einkum foringjar afganska hersins og hermenn sjálfir. Án þess að þekkja vel til og geta dæmt þetta endanlega, liggur við að ég segi: Annar eins andskotans aumingjaskapur! Þetta breytir þó ekki einu: Þeir Afganir, sem undan falli Afganista líða, eiga jafnvel á hætti að glata lífi og limum vegna samvinnu við Vesturveldin, sambands við vestrænar þjóðir eða vegna vestrænnar lífssýnar eða sjónarmiða, verða að fá umfangsmikla vernd og aðstoð. Fyrst þarf að tryggja með öruggum og skipulegum hætti brottflutning þessa fólks. Síðan þarf að veita því dvalar- og starfsréttindi í hinum Vestræna heimi af örlæti. Þetta er ekki skyldu- verkefni vegna þess, að Vesturveldin hafi brugðizt, heldur er þetta skylduverkefni vegna þeirrar MANNÚÐAR, sem við viljum kenna okkur við. Kanadamenn hafa boðizt til að taka við 20.000 afgönskum flóttamönnum. Ef við vildum sýna sama samhug, bæri okkur að opan dyrnar fyrir 200 afgönskum flóttamönnum. Það væri sama hlutfall. Það verður fróðlegt að sjá, hvað mannúðarflokkurinn Vinstri grænir gera nú, með sinn forsætisráðherra. Var einhver að tala um 20 flóttamenn!? Ef svo er, falla aftur orðin „andskotans aumingjar“. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Afganistan Bandaríkin Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Biden Bandaríkjaforseti, að draga til baka bandarískt herlið, sem þá hafði verið staðsett í Afganistan í 20 ár, þar sem hann taldi tilgangi hertökunnar og hersetunnar vera náð, og, að Bandaríkin og NATO hefðu lagt heimamönnum, þ.e. ríkisstjórn þeirra og herliði, til nægilegt liðsinni – fjármuni, leiðsögn og þjálfun – til að stand á eigin fótum. Undirritaður láir Bandaríkjaforseta þetta ekki og telur hann, að aðrir geti það heldur ekki, ef farið er í greinigu málsins með málefnalegum hætti og af sanngirni. Upphaflegur tilgangur hernámsins var að þrengja að og reyna að útrýma þeim hermdarverkasamtökum, sem höfðu hreiðrað um sig í landinu, og vegið höfði hart að Bandaríkjamönnum með 9.-11. árásinni í New York 2001. Efst á blaði Bandaríkjamanna og vestrænna þjóða var að ná Osama bin Laden, foringja hermdaverkarhópsins al-Qaida, og upprætta þennan hóp illvirkja, sem ógnaði hafði allri heimsbyggðinni. 2. maí 2011 tókst Bandaríkjamönnum að vega bin Laden, en það var þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem endanlega stýrði og leyfði þá aftöku. Þar með var fótunum að mestu kippt undan al-Qaida. Síðan eru liðin 10 ár. Þennan tíma hafa Bandaríkjamenn og Vestræn ríki haldið herliði sínu mikið í Afganistan, en þó hafa áherzlur setuliðsins breytzt úr hreinum hernaðaraðgerðum og hervernd í það, að fræða, þjálfa og styrkja heimamenn og þeirra innviði. Bandalagsþjóðirnar hafa varið til þessa gífurlegum fjármunum, en talið var, að ríkisstjórn landins og heimamenn vildu stefna á vestrænt lýðræði, frelsi og mannréttinsi í landinu til frambúðar, og, að þeir væru tilbúnir til, að taka yfir varnir sjálfra sín og síns frelsis og sinna eigin mannréttinda. Þegar Biden tók sína ákvörðun um að draga herlið sitt til baka, eftir þessi 20 ár, sem reyndar er lengsta hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna á erlendri grund frá upphafi, hafði verið byggður upp afganskur stjórnarher með um 300.000 mönnum, sem hafði hlotið áralanga þjálfun færustu hernaðarsérfræðinga Bandaríkjamanna, Breta og Þjóðverja og fengið hafði í hendur nýjustu og beztu vopn Vesturlanda. Á sama tíma höfðu Talíbanar á 75.000 liðsmönnum að skipa, sem höfðu litla eða enga skipulega hernaðarlega menntun eða þjálfun fengið, mátti fremur flokka undir ofsatrúaða bardagamenn eða, nánast, villimenn. Biden taldi, að þessi stjórnarher myndi hafa alla burði til að geta varið „frjálst“ Afganistan fyrir ofsatrúarmönnunum og yfirgangi þeirra. Ekki sízt með tilliti til öryggis og velfarnaðar stúlkna og kvenna, sem, um leið, voru auðvitað systur og mæður, mátti ætla, að stjórnarhermenn myndu verja lýðræðið og frelsið, sem áunnizt hafði, með kjafti og klóm. En, hvað gerist!? Talibanar vaða inn á hvert valdasvæði ríkistjórnar Afganistan og stjórnarhermanna af öðru og leggja þar allt undir sig, lén fyrir lén og fylki fyrir fylki, þar til þeir labba inn í höfuðborgina, Kabúl, án varnar stjórnarhersins eða nokkurrar andspyrnu. Menn voru orðlausir. Nú heyrast þær raddir frá Afganistan, líka frá Afgönum hér, að Vesturveldin hafi brugðizt Afganistan, og, að þau verði nú að bæta þeim skaðann, sem fyrir urðu. Þetta ágæta fólk verður að snúa sér að þeim, sem nær þeim standa, með sínar kvartanir og kröfugerð. Ábyrgir aðilar eru ekki Vesturveldin, heldur heimamenn sjálfir, einkum foringjar afganska hersins og hermenn sjálfir. Án þess að þekkja vel til og geta dæmt þetta endanlega, liggur við að ég segi: Annar eins andskotans aumingjaskapur! Þetta breytir þó ekki einu: Þeir Afganir, sem undan falli Afganista líða, eiga jafnvel á hætti að glata lífi og limum vegna samvinnu við Vesturveldin, sambands við vestrænar þjóðir eða vegna vestrænnar lífssýnar eða sjónarmiða, verða að fá umfangsmikla vernd og aðstoð. Fyrst þarf að tryggja með öruggum og skipulegum hætti brottflutning þessa fólks. Síðan þarf að veita því dvalar- og starfsréttindi í hinum Vestræna heimi af örlæti. Þetta er ekki skyldu- verkefni vegna þess, að Vesturveldin hafi brugðizt, heldur er þetta skylduverkefni vegna þeirrar MANNÚÐAR, sem við viljum kenna okkur við. Kanadamenn hafa boðizt til að taka við 20.000 afgönskum flóttamönnum. Ef við vildum sýna sama samhug, bæri okkur að opan dyrnar fyrir 200 afgönskum flóttamönnum. Það væri sama hlutfall. Það verður fróðlegt að sjá, hvað mannúðarflokkurinn Vinstri grænir gera nú, með sinn forsætisráðherra. Var einhver að tala um 20 flóttamenn!? Ef svo er, falla aftur orðin „andskotans aumingjar“. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun