Hjól og hundar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Samgöngur Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun