Golf

Russell Henley enn í forystu á Wyndham Championship

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Russell Henley er með góða forystu eftir tvo daga á Wyndham Championship mótinu í golfi.
Russell Henley er með góða forystu eftir tvo daga á Wyndham Championship mótinu í golfi. Jared C. Tilton/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Russell Henley er í forystu eftir annan daginn á Wyndham Championship mótinu í golfi. Henley spilaði annan hringinn á sex höggum undir pari og er því samtals á 14 höggum undir pari.

Rússinn Rory Sabbatini og Bandaríkjamennirnir Webb Simpson og Scott Piercy eru jafnir í öðru sæti á tíu höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henley.

Sabbatini spilaði hringinn í dag á 64 höggum og stökk upp um 18 sæti.

Englendingurinn Justin Rose spilaði einnig vel í dag og stökk upp um 15 sæti, en hann er í fimmta sæti mótsins ásamt Bandaríkjamönnunum Tyler Duncan og Brian Stuard.

Ted Potter Jr., sem var í öðru sæti eftir fyrsta hirnginn, lék á sjö höggum yfir pari í dag, eða 77 höggum, og er fallinn niður um 123 sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.