Mælaborðið logar Steinarr Lár skrifar 13. ágúst 2021 20:08 Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar. Rafkerfið í fyrsta bílnum mínum var litlu flóknara en dýnamór í reiðhjóli. Það var aðeins eitt ljós í mælaborðinu sem ég hræddist, bensínljósið. Í dag eru DTC bilana kóðar sem finnast í mælaborði bifreiða orðnir 5000 talsins. 70% af bilunum bifreiða eru reknar til bilana í skynjurum og tölvum. Bílar eru í dag flóknir og aðeins rafleiðslurnar í einum Skoda Octavia um 100kg að þyngd. Margar tölvur eru í bílum og engin þeirra hönnuð fyrir íslenska veðráttu. Fyrsti bíllinn minn var ekki beint hljóðlátur en sem betur fer talaði hann ekki við mig. Það var ágætt, bílar segja engar skemmtisögur. Í dag á ég mér óteljandi ferðir á bensínstöðvar þar sem bíllinn minn er með þráhyggju fyrir því að loftþrýstingurinn í hægra framhjólinu sé lífshættulegur. Þrýstingurinn reynist þó alltaf réttur, og það þrátt fyrir að hafa skipt tvisvar um skynjarann. Bíllinn rúllar alltaf fínt. Aðeins pláss fyrir eina skoðun Fyrir 20 árum voru ekki appelsínugular veðurviðvaranir. Það voru ekki fjólubláar mælingar um gosmengun, rauðar mælingar á farsóttum eða A stigs snjóflæðahætta. Lesandi fréttir umbúðalaust munu jafnvel okkar kærulausustu sálir hætta að fara út. Því mælaborð samfélagsins logar stöðugt. Fréttamenn læsa okkur við skjáinn fullum af ótta við stöðuga ógn. Facbook er síðan orðið að hugsanalöggu að hætti Orwell. Þar er aðeins pláss fyrir eina einstrengislega skoðun góða fólksins sem talar bara á innsoginu. En hvar endar þetta allt saman. Mögulega mun þurfa að færa allt skólastarf yfir á sumrin til að börnin komist í skólann sökum veðurs. Kannski munum við að endingu einangra alla yfir 70 ára aldur eins og John Travolta í myndinni „The boy in the plastic bubble“ frá 1976? Kannski verður Almar ríkur á því að selja hönnun sína og reynslu af kassanum? Frumskógur laga og reglugerða Á hinum ofurupplýstum tímum verða minnstu frávik samfélagsins að forsíðufrétt og við verðum auðvitað að bregðast við. Breyta lögum og litakóða ógnina. Aldrei í sögu mannkyns höfum við verið jafn örugg en um leið aldrei verið jafn kvíðin. Titill kvikmyndarinnar „Andið eðlilega“ eftir Ísöld Uggadóttur hefur myndað alveg nýja merkingu í nútímanum þar sem ég má bara hreint ekki anda eðlilega í kringum fólk. Ég má heldur ekki nýta borgaralegan rétt minn til að brosa til samborgara minna. Ég er allt í einu í hlutgerfi skurðlæknis með grímu í framan og sprittaðar hendur. Ég er ennþá að fara úr skónum áður en ég fer í flugvél. Allt af því að einhverjum nöttara tókst ekki að koma skósprengju í áætlanaflug árið 2001. Ég lét það pirra mig þá, en sé núna að það voru good times. Þá mátti fara í flugvél. Kannski fer ég aldrei í flugvél aftur. Kannski lækkar hámarkshraði bifreiða niður í 30 og okkur gert að vera með kjálkahjálm í 5 punkta belti undir stýri. Ég veit það ekki. Ég veit bara að fjöldi laga og reglugerða hafa margfaldast síðan ég fæddist. Ég reyndi framan af að fara eftir þeim öllum en gafst upp síðar. Ég geri bara eins og kínverjarnir sem hafa bannað Orwell og aðra eins öfga byltingarsinna. Ég geri bara mitt, og biðst svo einlægrar afsökunar ef ég misstíg mig á gaddavír laganna. Því í Kína borgar sig ekki að biðja um leyfi, tölvan segir alltaf nei. Að lifa þar til ég dey Eina leiðin til einhvers frelsis er að gera sitt og vera svo með auðmjúkar afsakanir á lager. Í myndinni Demolition Man blótaði Silvester Stallone þegar honum vantaði klósett pappír eftir að hafa vaknað í útópíu góða fólksins. Þar sem öllu og þar á meðal tungumálinu var stjórnað. Og kannski fæ ég móralska sekt á Facebook fyrir að skrifa þessa stafi. En ég hef ennþá málfrelsi, good times! Við getum reynt að ferkanta heiminn með reglum og lögum. En við lifum á kringlóttri pláhnetu og í heiminum er engin bein lína. Hún er aðeins til í stærðfræði undir jöfnunni y = mx + c. Heimurinn er lævís og ekki duga allir litir regnbogans til kóða óvissunna. Leyfum frávikum bara að vera frávik. Þegar utangarðsmenn sungu lagið Hiroshima sögðu þeir okkar að „Þið munið öll deyja, þið munið öll, þið munið öll deyja!“ Það var auðvitað rétt hjá þeim, en mættum við biðja um að fá að lifa þangað til? Höfundur er forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Fréttir af flugi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar. Rafkerfið í fyrsta bílnum mínum var litlu flóknara en dýnamór í reiðhjóli. Það var aðeins eitt ljós í mælaborðinu sem ég hræddist, bensínljósið. Í dag eru DTC bilana kóðar sem finnast í mælaborði bifreiða orðnir 5000 talsins. 70% af bilunum bifreiða eru reknar til bilana í skynjurum og tölvum. Bílar eru í dag flóknir og aðeins rafleiðslurnar í einum Skoda Octavia um 100kg að þyngd. Margar tölvur eru í bílum og engin þeirra hönnuð fyrir íslenska veðráttu. Fyrsti bíllinn minn var ekki beint hljóðlátur en sem betur fer talaði hann ekki við mig. Það var ágætt, bílar segja engar skemmtisögur. Í dag á ég mér óteljandi ferðir á bensínstöðvar þar sem bíllinn minn er með þráhyggju fyrir því að loftþrýstingurinn í hægra framhjólinu sé lífshættulegur. Þrýstingurinn reynist þó alltaf réttur, og það þrátt fyrir að hafa skipt tvisvar um skynjarann. Bíllinn rúllar alltaf fínt. Aðeins pláss fyrir eina skoðun Fyrir 20 árum voru ekki appelsínugular veðurviðvaranir. Það voru ekki fjólubláar mælingar um gosmengun, rauðar mælingar á farsóttum eða A stigs snjóflæðahætta. Lesandi fréttir umbúðalaust munu jafnvel okkar kærulausustu sálir hætta að fara út. Því mælaborð samfélagsins logar stöðugt. Fréttamenn læsa okkur við skjáinn fullum af ótta við stöðuga ógn. Facbook er síðan orðið að hugsanalöggu að hætti Orwell. Þar er aðeins pláss fyrir eina einstrengislega skoðun góða fólksins sem talar bara á innsoginu. En hvar endar þetta allt saman. Mögulega mun þurfa að færa allt skólastarf yfir á sumrin til að börnin komist í skólann sökum veðurs. Kannski munum við að endingu einangra alla yfir 70 ára aldur eins og John Travolta í myndinni „The boy in the plastic bubble“ frá 1976? Kannski verður Almar ríkur á því að selja hönnun sína og reynslu af kassanum? Frumskógur laga og reglugerða Á hinum ofurupplýstum tímum verða minnstu frávik samfélagsins að forsíðufrétt og við verðum auðvitað að bregðast við. Breyta lögum og litakóða ógnina. Aldrei í sögu mannkyns höfum við verið jafn örugg en um leið aldrei verið jafn kvíðin. Titill kvikmyndarinnar „Andið eðlilega“ eftir Ísöld Uggadóttur hefur myndað alveg nýja merkingu í nútímanum þar sem ég má bara hreint ekki anda eðlilega í kringum fólk. Ég má heldur ekki nýta borgaralegan rétt minn til að brosa til samborgara minna. Ég er allt í einu í hlutgerfi skurðlæknis með grímu í framan og sprittaðar hendur. Ég er ennþá að fara úr skónum áður en ég fer í flugvél. Allt af því að einhverjum nöttara tókst ekki að koma skósprengju í áætlanaflug árið 2001. Ég lét það pirra mig þá, en sé núna að það voru good times. Þá mátti fara í flugvél. Kannski fer ég aldrei í flugvél aftur. Kannski lækkar hámarkshraði bifreiða niður í 30 og okkur gert að vera með kjálkahjálm í 5 punkta belti undir stýri. Ég veit það ekki. Ég veit bara að fjöldi laga og reglugerða hafa margfaldast síðan ég fæddist. Ég reyndi framan af að fara eftir þeim öllum en gafst upp síðar. Ég geri bara eins og kínverjarnir sem hafa bannað Orwell og aðra eins öfga byltingarsinna. Ég geri bara mitt, og biðst svo einlægrar afsökunar ef ég misstíg mig á gaddavír laganna. Því í Kína borgar sig ekki að biðja um leyfi, tölvan segir alltaf nei. Að lifa þar til ég dey Eina leiðin til einhvers frelsis er að gera sitt og vera svo með auðmjúkar afsakanir á lager. Í myndinni Demolition Man blótaði Silvester Stallone þegar honum vantaði klósett pappír eftir að hafa vaknað í útópíu góða fólksins. Þar sem öllu og þar á meðal tungumálinu var stjórnað. Og kannski fæ ég móralska sekt á Facebook fyrir að skrifa þessa stafi. En ég hef ennþá málfrelsi, good times! Við getum reynt að ferkanta heiminn með reglum og lögum. En við lifum á kringlóttri pláhnetu og í heiminum er engin bein lína. Hún er aðeins til í stærðfræði undir jöfnunni y = mx + c. Heimurinn er lævís og ekki duga allir litir regnbogans til kóða óvissunna. Leyfum frávikum bara að vera frávik. Þegar utangarðsmenn sungu lagið Hiroshima sögðu þeir okkar að „Þið munið öll deyja, þið munið öll, þið munið öll deyja!“ Það var auðvitað rétt hjá þeim, en mættum við biðja um að fá að lifa þangað til? Höfundur er forstjóri.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar