Réttindi fólks í kynlífsvinnu Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 14:30 Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant. „Stefnur okkar eiga að vera byggðar á staðreyndum, ekki siðboðum.” Þetta voru lokaorð Dr.Tlaleng Mofokeng, sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ á sviði réttar til heiðbrigðis, í erindið sínu á útgáfuviðburði skýrslunnar í gær. „Þetta er erlendis ekki hér á Íslandi” Hvernig snertir skýrsla FLD Ísland? Skýrsla sem byggð er á rannsóknum í 20 löndum yfir fjögurra ára tímabil og nær til 350 viðmælenda? Hún gerir það því við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í kynlífsvinnu á Íslandi. Hin svokallaða sænska leið hefur reynst hættuleg auk þess sem hana skortir tilfinnanlega á réttindavernd fólks í kynlífsvinnu og úrræði á þeirra forsendum. Við höfum byggt okkar stefnu á siðboðum, ekki á staðreyndum eða forsendum fólks í kynlífsvinnu. Ég hef í hátt í tvo áratugi barist fyrir mannréttindum. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er að það er ekki hægt að berjast einungis fyrir þeim réttindum sem eru þægileg, sem flest eru sammála um eða sem bara snerta okkur sjálf. Til þess að tryggja að réttindi þeirra sem vinna kynlífsvinnu séu raunverulega til staðar þarf að setja þeirra eigin forsendur í forgang. Hvað þurfum við að gera? Skýrslan sem birt var í gær tekur á þáttum sem við vitum að eru áskoranir á Íslandi rétt eins og annars staðar. Hér má nefna afglæpavæðingu kynlífsvinnu, réttaröryggi fólks í kynlífsvinnu og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, úrræði fyrir fólk í kynlífsvinnu sem jafnframt er þolendur mansals og ofbeldis, sem þjást í fátækt eða hafa tvíþættan geð- og fíknivanda. Ennfremur er lögreglan áhyggjuefni hvað varðar öryggi og réttarstöðu fólks í kynlífsvinnu og lagt til að ríki skuldbindi sig opinberlega til að framfylgja strangari siðareglum og bjóða upp á þjálfun fyrir lögreglu undir forystu fólks í kynlífsvinnu. Skýrslan nefnir að koma þurfi upp sértækum, óháðum úrræðum sem taki að sér kvartanir og rannsóknir á brotum gegn fólki í kynlífsvinnu, úrræði þar sem öryggi og nafnleynd þeirra sem nýta sér þau eru tryggð. Skýrslan styður enn fremur við kröfur Femínistafélags Pírata um réttindi fólks í kynlífsvinnu, m.a. að það eigi skilið lagalegt umhverfi þar sem því er ekki stefnt í hættu, þjónustu og vernd af hálfu lögreglu án þess að óttast misnotkun eða áreiti, fullt og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án jaðarsetningar, sjálfsákvörðunarrétt án kúgunar og að ofbeldi gagnvart því sé útrýmt. Næstu skref fela í sér afglæpavæðingu Afglæpavæðing kynlífsvinnu í raun- og netheimum er fyrsta skrefið. Við getum gert það á hátt sem tryggir vernd þeirra sem starfa á þessu sviði. Því til viðbótar eru í lok skýrslunnar ráðleggingar um svæðisbundnar ráðstafanir. Í ljósi sterkra tengsla Íslands við ríki Evrópusambandsins leyfi ég mér að tengja ráðleggingar til ESB við Ísland. Meðal þeirra er að: funda á landsvísu með fólki í kynlífsvinnu og taka tillit til sérstakra þarfa þeirra. Eins og bent er á þarf vitundarvakningu í málflutningi stjórnvalda, stuðning við aðgang fólks í kynlífsvinnu að ríkisstofnunum og að veita neyðar- eða verkefnastyrk til verndarþarfa, svo sem öruggra flutninga, læknis- og dómsmálagjalda og öruggt fundarrými; Tryggja neyðarfjármögnun - þar með talið til kjarnastarfsemi sem á sér stað í covid19. Tryggja jafnan aðgang fólks í kynlífsvinnu að sjóðum og styrkjum Tryggja að fjármögnun sem varðar fólk í kynlífsvinnu sé úthlutað í samstarfi við það og félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þess. Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum, að við brjótum staðal feðraveldisins og komum fram við fólk af virðingu og á þeirra forsendum með því að afglæpavæða kynlífsvinnu og betrumbæta réttindi og réttarumhverfi þeirra sem vinna þessa vinnu. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er grunngildi samfélagsins og tilraunir til að hafa vit fyrir fólki heldur iðulega jaðarsettu fólki á jaðrinum þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir. Ef þú ert að lesa þetta náðir þú til loka pistils um erfitt málefni. Ég vil sérstaklega þakka fyrir það því það róttækasta sem við getum gert er að eiga samtöl um erfið mál, hlusta, fræðast og breyta til framtíðar. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant. „Stefnur okkar eiga að vera byggðar á staðreyndum, ekki siðboðum.” Þetta voru lokaorð Dr.Tlaleng Mofokeng, sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ á sviði réttar til heiðbrigðis, í erindið sínu á útgáfuviðburði skýrslunnar í gær. „Þetta er erlendis ekki hér á Íslandi” Hvernig snertir skýrsla FLD Ísland? Skýrsla sem byggð er á rannsóknum í 20 löndum yfir fjögurra ára tímabil og nær til 350 viðmælenda? Hún gerir það því við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í kynlífsvinnu á Íslandi. Hin svokallaða sænska leið hefur reynst hættuleg auk þess sem hana skortir tilfinnanlega á réttindavernd fólks í kynlífsvinnu og úrræði á þeirra forsendum. Við höfum byggt okkar stefnu á siðboðum, ekki á staðreyndum eða forsendum fólks í kynlífsvinnu. Ég hef í hátt í tvo áratugi barist fyrir mannréttindum. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er að það er ekki hægt að berjast einungis fyrir þeim réttindum sem eru þægileg, sem flest eru sammála um eða sem bara snerta okkur sjálf. Til þess að tryggja að réttindi þeirra sem vinna kynlífsvinnu séu raunverulega til staðar þarf að setja þeirra eigin forsendur í forgang. Hvað þurfum við að gera? Skýrslan sem birt var í gær tekur á þáttum sem við vitum að eru áskoranir á Íslandi rétt eins og annars staðar. Hér má nefna afglæpavæðingu kynlífsvinnu, réttaröryggi fólks í kynlífsvinnu og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, úrræði fyrir fólk í kynlífsvinnu sem jafnframt er þolendur mansals og ofbeldis, sem þjást í fátækt eða hafa tvíþættan geð- og fíknivanda. Ennfremur er lögreglan áhyggjuefni hvað varðar öryggi og réttarstöðu fólks í kynlífsvinnu og lagt til að ríki skuldbindi sig opinberlega til að framfylgja strangari siðareglum og bjóða upp á þjálfun fyrir lögreglu undir forystu fólks í kynlífsvinnu. Skýrslan nefnir að koma þurfi upp sértækum, óháðum úrræðum sem taki að sér kvartanir og rannsóknir á brotum gegn fólki í kynlífsvinnu, úrræði þar sem öryggi og nafnleynd þeirra sem nýta sér þau eru tryggð. Skýrslan styður enn fremur við kröfur Femínistafélags Pírata um réttindi fólks í kynlífsvinnu, m.a. að það eigi skilið lagalegt umhverfi þar sem því er ekki stefnt í hættu, þjónustu og vernd af hálfu lögreglu án þess að óttast misnotkun eða áreiti, fullt og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án jaðarsetningar, sjálfsákvörðunarrétt án kúgunar og að ofbeldi gagnvart því sé útrýmt. Næstu skref fela í sér afglæpavæðingu Afglæpavæðing kynlífsvinnu í raun- og netheimum er fyrsta skrefið. Við getum gert það á hátt sem tryggir vernd þeirra sem starfa á þessu sviði. Því til viðbótar eru í lok skýrslunnar ráðleggingar um svæðisbundnar ráðstafanir. Í ljósi sterkra tengsla Íslands við ríki Evrópusambandsins leyfi ég mér að tengja ráðleggingar til ESB við Ísland. Meðal þeirra er að: funda á landsvísu með fólki í kynlífsvinnu og taka tillit til sérstakra þarfa þeirra. Eins og bent er á þarf vitundarvakningu í málflutningi stjórnvalda, stuðning við aðgang fólks í kynlífsvinnu að ríkisstofnunum og að veita neyðar- eða verkefnastyrk til verndarþarfa, svo sem öruggra flutninga, læknis- og dómsmálagjalda og öruggt fundarrými; Tryggja neyðarfjármögnun - þar með talið til kjarnastarfsemi sem á sér stað í covid19. Tryggja jafnan aðgang fólks í kynlífsvinnu að sjóðum og styrkjum Tryggja að fjármögnun sem varðar fólk í kynlífsvinnu sé úthlutað í samstarfi við það og félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þess. Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum, að við brjótum staðal feðraveldisins og komum fram við fólk af virðingu og á þeirra forsendum með því að afglæpavæða kynlífsvinnu og betrumbæta réttindi og réttarumhverfi þeirra sem vinna þessa vinnu. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er grunngildi samfélagsins og tilraunir til að hafa vit fyrir fólki heldur iðulega jaðarsettu fólki á jaðrinum þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir. Ef þú ert að lesa þetta náðir þú til loka pistils um erfitt málefni. Ég vil sérstaklega þakka fyrir það því það róttækasta sem við getum gert er að eiga samtöl um erfið mál, hlusta, fræðast og breyta til framtíðar. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun