Tvær breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn sem verður að vinnast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað í íslenska hópnum. Hér er hann í leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. KKÍ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta, hefur ákveðið hvaða 12 leikmenn verða í hóp liðsins gegn Danmörku í leiknum sem fram fer í kvöld. Eftir tapið gegn Svartfjallalandi sagði Craig að íslenska liðið verði einfaldlega að landa sigri í dag. Ísland er nú statt í Svartfjallalandi þar sem það tekur þátt í forkeppni undankeppni HM 2023. Liðið tapaði heldur stórt gegn heimamönnum og má ekki við öðru tapi í dag. Liðið verður einfaldlega að ná í sigur til að eiga möguleika á að komast í undankeppnina. Takist það ekki gæti það farið svo að íslenska landsliðið spili ekki „alvöru“ landsleik í næstum tvö ár. „Við verðum að vinna á morgun. Þess vegna þurftum við að spara orku leikmanna (gegn Svartfjallalandi) og passa okkur að keyra menn ekki út,“ sagði Pedersen í viðtali við Karfan.is að leik loknum. Pedersen sagði strax eftir leik að Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, myndi koma inn gegn Dönum því hann ætti að henta vel gegn danska liðinu. Ásamt Þóri Guðmundi þá kemur Ragnar Örn Bragason einnig inn í leikmannahóp liðsins. Hilmar Smári Henningsson og Davíð Arnar Ágústsson hvíla hins vegar í dag. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Sanngjarnt tap í Svartfjallalandi Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik í annarri umferð forkeppni HM 2023. Lokatölur urðu 69-83 en staðan í hálfleik var 33-39, Svartfellingum í vil. Þessi tvö lið leika ásamt Danmörku í þessum undanriðli og fara tvö lið áfram í næstu umferð. Ísland mætir Danmörku á morgun en liðin þrjú klára alla leikina í riðlinum á næstu dögum. 12. ágúst 2021 20:31 Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. 12. ágúst 2021 12:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira
Ísland er nú statt í Svartfjallalandi þar sem það tekur þátt í forkeppni undankeppni HM 2023. Liðið tapaði heldur stórt gegn heimamönnum og má ekki við öðru tapi í dag. Liðið verður einfaldlega að ná í sigur til að eiga möguleika á að komast í undankeppnina. Takist það ekki gæti það farið svo að íslenska landsliðið spili ekki „alvöru“ landsleik í næstum tvö ár. „Við verðum að vinna á morgun. Þess vegna þurftum við að spara orku leikmanna (gegn Svartfjallalandi) og passa okkur að keyra menn ekki út,“ sagði Pedersen í viðtali við Karfan.is að leik loknum. Pedersen sagði strax eftir leik að Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, myndi koma inn gegn Dönum því hann ætti að henta vel gegn danska liðinu. Ásamt Þóri Guðmundi þá kemur Ragnar Örn Bragason einnig inn í leikmannahóp liðsins. Hilmar Smári Henningsson og Davíð Arnar Ágústsson hvíla hins vegar í dag. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Sanngjarnt tap í Svartfjallalandi Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik í annarri umferð forkeppni HM 2023. Lokatölur urðu 69-83 en staðan í hálfleik var 33-39, Svartfellingum í vil. Þessi tvö lið leika ásamt Danmörku í þessum undanriðli og fara tvö lið áfram í næstu umferð. Ísland mætir Danmörku á morgun en liðin þrjú klára alla leikina í riðlinum á næstu dögum. 12. ágúst 2021 20:31 Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. 12. ágúst 2021 12:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira
Sanngjarnt tap í Svartfjallalandi Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik í annarri umferð forkeppni HM 2023. Lokatölur urðu 69-83 en staðan í hálfleik var 33-39, Svartfellingum í vil. Þessi tvö lið leika ásamt Danmörku í þessum undanriðli og fara tvö lið áfram í næstu umferð. Ísland mætir Danmörku á morgun en liðin þrjú klára alla leikina í riðlinum á næstu dögum. 12. ágúst 2021 20:31
Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. 12. ágúst 2021 12:00