Hreppaflutningar 21. aldarinnar Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:31 Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun