Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli Kári Stefánsson skrifar 6. ágúst 2021 16:30 Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar