Þegar framlínan lendir aftast í röðinni Drífa Snædal skrifar 6. ágúst 2021 14:01 Um það leyti sem landinn elti sólina norður og austur, naut frelsis og takmarkaminni samveru, þá varð enn á ný rof á milli kjara æðstu ráðamanna og almennings. Í janúar síðastliðnum hækkuðu taxtalaun um 24 þúsund krónur en almenn hækkun launa var 15.750 krónur. Þau sem muna kjarabaráttuna í upphafi árs 2019 vita vel hvað þurfti mikið átak til að ná slíkum árvissum hækkunum í þriggja og hálfs árs samningi. Grunnhugmyndin var að tryggja hækkun lægstu launa umfram almenna launahækkun. Þingmenn undirgangast ekki þessa hugmyndafræði heldur taka hækkunum miðað við launavísitölu opinberra starfsmanna. Það skilaði sér í 75 þúsund króna hækkun á einu bretti núna í sumar, örfáum árum eftir að laun þingmanna hækkuðu um ein 40%. Enn á ný eru æðstu hópar samfélagsins undanskildir frá því sem um almenning gildir. Það er vert að muna nú í aðdraganda kosninga þar sem áróður um stöðugleika, styrka efnahagsstjórn, réttlæti, samráð og sátt mun dynja á hlustum landans. Samfélagsleg sátt mun aldrei nást ef stórir hópar eru skildir eftir í lífsgæðum og aðrir hópar telja sig undanskilda almennum takti. Hætt er við að slík grundvallarmál falli í skuggann af því sem yfirskyggir allt um þessar mundir; baráttan við veiruna. Mikil pólitísk togstreita ríkir um aðgerðir og óljóst hvert stjórnvöld ætla sér. Á meðan fjölgar smitum óhugnanlega en sem betur fer virðast færri veikjast alvarlega þótt aldrei megi gera lítið úr þessari skæðu veiru. Fólk í framlínunni; sem vinnur í verslunum og þjónustu, við umönnun, kennslu og í heilbrigðiskerfinu getur ekki búið við annan eins vetur og var í fyrra. Þolmörkunum er náð en óvissa um framhaldið er verst. Álagið og afkomuóttinn sem fylgt hefur þessum vágesti er lamandi og því brýnasta málið að tryggja fulla mönnun og hvíld vinnandi fólks og aðlaga atvinnuleysistryggingakerfið að sveiflóttum vinnumarkaði í skugga veirunnar. Að því sögðu þá skulum við muna að fagna fjölbreytileikanum í öllum regnbogans litum og vita að barátta fyrir mannréttindum getur borið árangur. Gleðilega hinsegindaga! Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Um það leyti sem landinn elti sólina norður og austur, naut frelsis og takmarkaminni samveru, þá varð enn á ný rof á milli kjara æðstu ráðamanna og almennings. Í janúar síðastliðnum hækkuðu taxtalaun um 24 þúsund krónur en almenn hækkun launa var 15.750 krónur. Þau sem muna kjarabaráttuna í upphafi árs 2019 vita vel hvað þurfti mikið átak til að ná slíkum árvissum hækkunum í þriggja og hálfs árs samningi. Grunnhugmyndin var að tryggja hækkun lægstu launa umfram almenna launahækkun. Þingmenn undirgangast ekki þessa hugmyndafræði heldur taka hækkunum miðað við launavísitölu opinberra starfsmanna. Það skilaði sér í 75 þúsund króna hækkun á einu bretti núna í sumar, örfáum árum eftir að laun þingmanna hækkuðu um ein 40%. Enn á ný eru æðstu hópar samfélagsins undanskildir frá því sem um almenning gildir. Það er vert að muna nú í aðdraganda kosninga þar sem áróður um stöðugleika, styrka efnahagsstjórn, réttlæti, samráð og sátt mun dynja á hlustum landans. Samfélagsleg sátt mun aldrei nást ef stórir hópar eru skildir eftir í lífsgæðum og aðrir hópar telja sig undanskilda almennum takti. Hætt er við að slík grundvallarmál falli í skuggann af því sem yfirskyggir allt um þessar mundir; baráttan við veiruna. Mikil pólitísk togstreita ríkir um aðgerðir og óljóst hvert stjórnvöld ætla sér. Á meðan fjölgar smitum óhugnanlega en sem betur fer virðast færri veikjast alvarlega þótt aldrei megi gera lítið úr þessari skæðu veiru. Fólk í framlínunni; sem vinnur í verslunum og þjónustu, við umönnun, kennslu og í heilbrigðiskerfinu getur ekki búið við annan eins vetur og var í fyrra. Þolmörkunum er náð en óvissa um framhaldið er verst. Álagið og afkomuóttinn sem fylgt hefur þessum vágesti er lamandi og því brýnasta málið að tryggja fulla mönnun og hvíld vinnandi fólks og aðlaga atvinnuleysistryggingakerfið að sveiflóttum vinnumarkaði í skugga veirunnar. Að því sögðu þá skulum við muna að fagna fjölbreytileikanum í öllum regnbogans litum og vita að barátta fyrir mannréttindum getur borið árangur. Gleðilega hinsegindaga! Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar