Regnbogafjölskyldan mín Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:16 Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar