Menningarlegt vandamál Jónas Elíasson skrifar 3. ágúst 2021 16:01 Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar