Endurreisum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins! Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. ágúst 2021 07:01 Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna. Rb eins og stofnunin var kölluð í daglegu tali átti sér nokkuð langa og merkilega sögu. Hún varð til í kjölfar setningu laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965. Samkvæmt þeim lögum var kveðið á um að verkefni Rb ættu að vera: „kynning á niðurstöðum rannsókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni“. Auk þess voru á verkefnaskrá Rb, húsnæðis- og byggingamál, vegagerð, steypurannsóknir, jarðvegsathuganir, útgáfa og kennsla. Frá upphafi lagði stofnunin mikla áherslu á útgáfu sérfræðirita og leiðbeiningablaða fyrir byggingariðnaðinn. Þau rit byggðu oftar en ekki á niðurstöðum langtímaverkefna sem unnin voru á vegum stofnunarinnar eða í samstarfi við aðrar ríkisstofnanir eins og Vegagerðina. Steinsteypu-rannsóknirnar sem dæmi og þróun á gerð steinsteypu sem stofnunin vann að á líftíma sínum eru hvorki meira né minna en heimsfrægar á sviði byggingarverkfræðinnar. Í sérfræðiritunum var einnig ítarlega fjallað um ýmis málefni byggingariðnaðarins auk þess sem stofnunin gaf út verklýsingar og byggingavísitölur í samstarfi við Hagstofuna. Útgáfu sérfræðiritanna lauk að mestu árið 2007 er dauðastríð Rb hófst, með innlimun stofnunarinnar í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dauðastríðinu er nú lokið. Upprisu og endurreisnar Rb er krafist. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Nýsköpun Byggingariðnaður Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna. Rb eins og stofnunin var kölluð í daglegu tali átti sér nokkuð langa og merkilega sögu. Hún varð til í kjölfar setningu laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965. Samkvæmt þeim lögum var kveðið á um að verkefni Rb ættu að vera: „kynning á niðurstöðum rannsókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni“. Auk þess voru á verkefnaskrá Rb, húsnæðis- og byggingamál, vegagerð, steypurannsóknir, jarðvegsathuganir, útgáfa og kennsla. Frá upphafi lagði stofnunin mikla áherslu á útgáfu sérfræðirita og leiðbeiningablaða fyrir byggingariðnaðinn. Þau rit byggðu oftar en ekki á niðurstöðum langtímaverkefna sem unnin voru á vegum stofnunarinnar eða í samstarfi við aðrar ríkisstofnanir eins og Vegagerðina. Steinsteypu-rannsóknirnar sem dæmi og þróun á gerð steinsteypu sem stofnunin vann að á líftíma sínum eru hvorki meira né minna en heimsfrægar á sviði byggingarverkfræðinnar. Í sérfræðiritunum var einnig ítarlega fjallað um ýmis málefni byggingariðnaðarins auk þess sem stofnunin gaf út verklýsingar og byggingavísitölur í samstarfi við Hagstofuna. Útgáfu sérfræðiritanna lauk að mestu árið 2007 er dauðastríð Rb hófst, með innlimun stofnunarinnar í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dauðastríðinu er nú lokið. Upprisu og endurreisnar Rb er krafist. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar