Körfubolti

Pablo Bertone semur við Val

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pablo Berone í leik á Ítalíu.
Pablo Berone í leik á Ítalíu. vísir/getty

Ítalski Argentínumaðurinn Pablo Bertone hefur samið við Val um að leika með liðinu í Dominos deildinni á komandi leiktíð.

Pablo er ekki alls ókunnur íslenskum körfubolta því hann lék um stutt skeið með Haukum á síðasta tímabili þar sem hann lék síðustu tólf leiki liðsins í deildinni.

Hann er 31 árs gamall og leikur jafnan stöðu bakvarðar en hann hefur farið víða á ferli sínum og lék meðal annars í Bandaríkjunum í háskóla.

Keppni í Dominos deild karla hefst þann 7.október næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.