„Við erum ekki landamæraeftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2021 12:41 Birgir Jónsson forstjóri Play. Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00
Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53