Golf

Efsti maður heimslistans greindist aftur með veiruna og missir af Ólympíuleikunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Spánverjinn Jon Rahm er með kórónaveiruna og þarf því að hætta við þátttöku á Ólympíuleikunum.
Spánverjinn Jon Rahm er með kórónaveiruna og þarf því að hætta við þátttöku á Ólympíuleikunum. Keyur Khamar/PGA TOUR via Getty Images

Spánverjinn Jon Rahm þarf að hætta við þáttöku á Ólympíuleikunum eftir að hann greindist með kórónaveiruna í annað sinn á tveimur mánuðum.

Rahm er efsti kylfingur heimslistans í golfi, en hann þurfti að hætta keppni á Memorial-mótinu í Ohio á júni þegar hann greindist einnig með kórónaveiruna. Þá var hann með forystu fyrir lokahringinn.

Rahm kom tvíefldur til baka og vann sinn fyrsta sigur á risamóti seinna í mánuðinum þegar hann sigraði Opna bandaríska meistaramótið.

Rahm þótti líklegur til afreka í Tókýó, enda eins og áður segir efsti kylfingur heimslistans.

Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau hefur einnig þurft að hætta við keppni á Ólympíuleikunum af sömu ástæðu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.