Sósíalistar vita hvers virði málfrelsið er Andri Sigurðsson skrifar 23. júlí 2021 09:30 Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun