Furðuskrif um strandveiðar Arthur Bogason skrifar 20. júlí 2021 08:00 Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar