Viðskipti erlent

Saka kín­versk yfir­völd um um­fangs­mikla tölvu­á­rás á Micros­oft

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vestræn ríki hafa sakað kínversk yfirvöld um tölvuárás á Microsoft.
Vestræn ríki hafa sakað kínversk yfirvöld um tölvuárás á Microsoft. (AP Photo/Ng Han Guan)

Evrópusambandið og yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað kínversk yfirvöld um að hafa staðið að baki umfangsmikilli tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft, fyrr á þessu ári.

Árásin er sögð hafa beinst að netþjónum Microsoft sem keyra Microsoft Exchange þjónustu fyrirtækisins, og að hún hafi haft áhrif á um þrjátíu þúsund stofnanir og fyrirtæki um heim allan.

Hakkarar á vegum kínverskra yfirvalda eru í byrjun þessa árs sagðir hafa nýtt sér veikleika í hönnun Microsoft Exchange til þess að koma fyrir svokölluðum bakdyrum inn í kerfið. Bresk yfirvöld telja að ætlunin hafi verið að njósna um notendur forritsins í stórum stíl, en Microsoft Exchange keyrir meðal annars tölvupóst- og dagatalsþjónustu Microsoft.

Í fyrstu er talið að ætlunin hafi verið að nýta veikleikann gegn háskólum, hugveitum og fyrirtækjum sem sérhæfa sig í varnarmálum. Heimildarmenn BBC segja hins vegar að í febrúar hafi tölvuþrjótarnir skipt um gír og deilt upplýsingum um veikleikann. Varð það til þess að tölvuárásin varð mun umfangsmeiri.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×