Handbolti

Fengu á sig 47 mörk gegn Frökkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur og Japanir fengu skell.
Dagur og Japanir fengu skell. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska handboltalandsliðinu undirbúa sig nú undir Ólympíuleikana á heimavelli, sem hefjast í vikunni.

Leikarnir áttu eins og kunnugt er að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Dagur og lærisveinar eru að hita upp fyrir leikana en þeir steinlágu gegn Frökkum í æfingaleik i dag. 47 mörk skoruðu Frakkar gegn 32 mörkum Japans.

Japan er í riðli með Dönum, Svíum, Portúgal, Egyptum og Barein en Frakkar eru í riðli með Norðmönnum, Þýskalandi, Brasilíu, Spáni og Argentínu.

Hefst mótið á föstudaginn kemur og stendur til 8. ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.