Viðskipti innlent

Hluthöfum fækkar um fjögur þúsund

Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Þrátt fyrir fækkun upp á um fjögur þúsund hluthafa er Íslandsbanki enn hluthafamesta skráða félag landsins.
Þrátt fyrir fækkun upp á um fjögur þúsund hluthafa er Íslandsbanki enn hluthafamesta skráða félag landsins. Vísir/Vilhelm

Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um fjögur þúsund frá því bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag en fækkunin nemur liðlega sautján prósentum.

Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá bankanum voru hluthafar í bankanum rétt rúmlega tuttugu þúsund í gær, en fjöldinn stóð í tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboðið. Eftir sem áður er bankinn hins vegar með mesta fjölda hluthafa allra skráðra félaga á Íslandi.

Í blaðinu segir enn fremur að fastlega megi gera ráð fyrir að þar sem þegar hafi selt hafi einkum verið almennir fjárfestar. Hækkun á bréfum í bankanum hefur frá skráningu numið um þrjátíu og fimm prósentum.

Fyrir opnun markaða í dag stendur hluturinn í Íslandsbanka í 106,5 krónum en hæst hefur hann í lok dags staðið í 108 krónum, þann 5. júlí. Lágmarksfjárhæðin sem fjárfestar þurftu að reiða fram til þess að taka þátt í hlutafjárútboðinu var 50 þúsund krónur, en ekki var hægt að tryggja að fjárfestar fengju meira en sem nam bréfum fyrir eina milljón króna, vegna eftirspurnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.