Golf

Fyrrum meistari á Mastersmótinu fékk fangelsisdóm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angel Cabrera er eini Argentínumaðurinn sem hefur fengið að klæðast græna jakkanum.
Angel Cabrera er eini Argentínumaðurinn sem hefur fengið að klæðast græna jakkanum. Getty/Harry How

Argentínumaðurinn Angel Cabrera eyðir næstu árum á bak við lás og slá í heimalandi sínu. Cabrera, sem er orðinn 51 árs gamall, vann á sínum tíma bæði Mastersmótið og Opna bandaríska risamótið.

Cabrera fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ráðast á fyrrum kærustu sína. Hann réðst á, ógnaði og áreitti Cecilia Torres Mana frá 2016 til 2018.

Torres Mana er 37 ára gömul og því fjórtán árum yngri en hann. Hún lýsti ofbeldi Cabrera og vitni staðfestu frásögn hennar. Myndbönd úr öryggismyndavélum sýndu einnig framkomu Cabrera.

Cabrera neitaði sök og lögfræðingur hans staðfesti að dómnum yrði áfrýjað.

Cabrera vann Opna bandaríska mótið árið 2007 og endaði þá einu höggi á undan þeim Tiger Woods og Jim Furyk. Hann fylgdi því eftir með að vinna Mastersmótið árið 2009.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.