Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 20:54 Reiknistofa lífeyrissjóðanna er til húsa í Guðrúnatúni. Þar deilir félagið húsi með Gildi lífeyrissjóði og Eflingu sem eru meðal fjölmargra notenda Jóakims. Vísir/Egill Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. Var annars vegar um að ræða félag með sama eignarhald og hins vegar nokkur félög í eigu stjórnenda Init. Fyrirtækið sér um rekstur Jóakims sem heldur utan um réttindi og iðgjöld sjóðfélaga í fjölda lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Hundruð milljóna króna arður Greint var frá því fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir væru um að stæðist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. RL sagði upp þjónustusamningi sínum við Init í lok maímánaðar. Í Kveik kom fram að viðskipti Init við systurfélag sitt Init-rekstur og félög lykilstjórnenda hefðu numið 914 milljónum króna á fimm árum og að lífeyrissjóðirnir hefðu greitt þetta að mestu. Fram kemur í úttekt EY að ekki verði séð að eðlilegur rekstrartilgangur hafi að öllu leyti legið að baki greiðslum milli áðurnefndra félaga. Þetta kemur fram á vef RL en stjórn Reiknistofunnar hyggst á næstu vikum fara ítarlega yfir niðurstöður úttektarinnar og skoða hvort gripið verði til aðgerða á grunni þeirra. Skortur á eftirfylgni Í úttektinni kemur enn fremur fram að eftirfylgni hafi skort af hálfu RL hvað varðar ýmis atriði síðustu árin. EY bendir á að gjaldskrá hafi verið ógegnsæ og að viðskipti Init við félög tengd eigendum þess hafi flækt reikningsskil félagsins og haft áhrif á birta afkomu þess. Að mati ráðgjafafyrirtækisins voru ákvæði í samningi RL og Init um upplýsingagjöf um slík viðskipti ekki nægjanlega yfirgripsmikil. Einnig kemur fram að samningar við hýsingaraðila kerfisins þurfi að endurskoða og skýra þurfi ákvæði um persónuvernd. „Það liggur ljóst fyrir að svigrúm til lækkunar gjaldskrár fyrir þjónustu Inits var vanmetið af hálfu RL,“ segir á vef félagsins. „Ekki kemur til greina af hálfu stjórnar RL að gera nýjan samning um rekstur og þjónustu Jóakims á svipuðum grunni eða forsendum og sá samningur sem nú hefur verið sagt upp.“ Lífeyrissjóðir Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Var annars vegar um að ræða félag með sama eignarhald og hins vegar nokkur félög í eigu stjórnenda Init. Fyrirtækið sér um rekstur Jóakims sem heldur utan um réttindi og iðgjöld sjóðfélaga í fjölda lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Hundruð milljóna króna arður Greint var frá því fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir væru um að stæðist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. RL sagði upp þjónustusamningi sínum við Init í lok maímánaðar. Í Kveik kom fram að viðskipti Init við systurfélag sitt Init-rekstur og félög lykilstjórnenda hefðu numið 914 milljónum króna á fimm árum og að lífeyrissjóðirnir hefðu greitt þetta að mestu. Fram kemur í úttekt EY að ekki verði séð að eðlilegur rekstrartilgangur hafi að öllu leyti legið að baki greiðslum milli áðurnefndra félaga. Þetta kemur fram á vef RL en stjórn Reiknistofunnar hyggst á næstu vikum fara ítarlega yfir niðurstöður úttektarinnar og skoða hvort gripið verði til aðgerða á grunni þeirra. Skortur á eftirfylgni Í úttektinni kemur enn fremur fram að eftirfylgni hafi skort af hálfu RL hvað varðar ýmis atriði síðustu árin. EY bendir á að gjaldskrá hafi verið ógegnsæ og að viðskipti Init við félög tengd eigendum þess hafi flækt reikningsskil félagsins og haft áhrif á birta afkomu þess. Að mati ráðgjafafyrirtækisins voru ákvæði í samningi RL og Init um upplýsingagjöf um slík viðskipti ekki nægjanlega yfirgripsmikil. Einnig kemur fram að samningar við hýsingaraðila kerfisins þurfi að endurskoða og skýra þurfi ákvæði um persónuvernd. „Það liggur ljóst fyrir að svigrúm til lækkunar gjaldskrár fyrir þjónustu Inits var vanmetið af hálfu RL,“ segir á vef félagsins. „Ekki kemur til greina af hálfu stjórnar RL að gera nýjan samning um rekstur og þjónustu Jóakims á svipuðum grunni eða forsendum og sá samningur sem nú hefur verið sagt upp.“
Lífeyrissjóðir Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira