Valdabarátta heimilisins – ertu að missa völdin? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 7. júlí 2021 18:01 Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun