Handbolti

Ómar Ingi í liði ársins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar.
Ómar Ingi var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. Uwe Anspach/Getty

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var valinn í lið ársins í þýsku deildinni í vetur. Ómar var markahæsti leikmaður deildarinnar með 274 mörk.

Þessi 24 ára leikmaður Magdeburg var algjörlega frábær í vetur og er vel að valinu kominn. Eins og áður segir endaði hann sem markakóngur þýsku deildarinnar.

Ómar og félagar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar með 53 stig, 15 stigum á eftir Kiel og Flensburg.

Lið ársins í heild sinni má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.