NBA dagsins: Sjóðheitur Lopez sýndi að Milwaukee getur spjarað sig án síns besta manns Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 15:00 Brook Lopez skorar áðn þess að leikmenn Atlanta Hawks fái nokkuð við ráðið. AP/Aaron Gash Brook Lopez var afskaplega áreiðanlegur í nótt þegar Milwaukee Bucks unnu öruggan sigur á Atlanta Hawks og komust skrefi nær úrslitaeinvíginu í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira