Fyrst var sagt frá uppsögnunum á vef Morgunblaðsins en í tilkynningu frá Agustson segir að uppsagnirnar séu til komnar vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika og tapreksturs.
Forsvarsmenn fyrirtækisins munu hefja „krefjandi endurskipulagningarferli“ og ætla að reyna að tryggja sjálfbæran rekstur til lengri tíma, þó hann verði smærri í sniðum en áður.
„Þetta er ekki léttvæg ákvörðun en óumflýjanleg miðað við núverandi rekstrarumhverfi þar sem smærri sjávarútvegsyfirtæki hafa átt undir högg að sækja,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að margt komi þar að og er nefndur hækkandi rekstrarkostnaður auk þrettán prósenta úthlutun þorskheimilda.