Handbolti

Al­freð ætlar sér að vinna til verð­launa í Tókýó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð verður ekki sáttur nema þýska landsliðið komi heim með verðlaunapening um hálsinn.
Alfreð verður ekki sáttur nema þýska landsliðið komi heim með verðlaunapening um hálsinn. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Alfreð Gíslason, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, segir ekkert annað koma til greina en að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í sumar.

„Við förum til Japan og stefnum á að vinna til verðlauna,“ sagði Alfreð við þýska fjölmiðla eftir æfingu þýska liðsins í gær. Þýska liðið er án tveggja sterkra leikmanna en þeir Patrick Wiencek og Fabian Wiede eru báðir fjarri góðu gamni.

Báðir voru í bronsliði Dags Sigurðssonar á síðustu Ólympíuleikum.

„Þetta er mikill missir fyrir liðið. Það eina í stöðunni er að taka á því með raunsæjum hætti,“ sagði Alfreð um valið.

Hann valdi 17 manna æfingahóp sem þarf svo að fækka niður í 14 leikmenn fyrir hvern og einn leik þar sem aðeins 14 menn mega vera á skýrslu.

Reynsluboltinn Uwe Gensheimer verður fyrirliði Þýskalands á mótinu sem verður formlega sett þann 23. júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×