CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 07:30 Leikmenn Phoenix Suns eru búnir að tryggja sér einn titil, sem vesturdeildarmeistarar, en ætla sér að sjálfsögðu að verða NBA-meistarar. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri. Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira