Þegar sumir eru jafnari en aðrir Dagbjört Hákonardóttir skrifar 29. júní 2021 13:31 Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda. Líkt og flestir muna vöknuðu landsmenn á aðfangadag við dapurlegar fréttir af ráðherra í ríkisstjórn landsins í samkvæmi sem samkvæmt dagbók lögreglu hafði borið öll merki þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða hefðu verið brotnar. Samdægurs freistaði dómsmálaráðherra þess að beina spjótum sínum og athygli almennings að lögreglumönnum sem óbeint höfðu upplýst um meint brot ráðherra á reglum í samkomubanni yfir jólahátíðina í dagbókarfærslu. Þá sá forsætisráðherra til þess að fjármálaráðherra gæti andað rólega á aðfangadagskvöldi með því að lýsa því strax yfir að athæfi hans myndi ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um kvöldið og næstu daga héldu landsmenn jól í tíu manna jólakúlum, reglugerð samkvæmt. Að vera jöfn fyrir lögunum Bjarni Benediktsson er hvergi nær eini ráðherrann á heimsvísu sem komist hefur í kast við reglur um samkomubann. Írskur ráðherra tilkynnti um afsögn sína eftir að í ljós kom að hann hafði sótt hádegisverð í golfklúbbi. Sé aðeins horft til Norðurlanda má nefna að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var í vor dæmd til að greiða 20 þúsund norskar krónur í sekt fyrir að brjóta sóttvarnalög þar í landi eftir að í ljós kom að hún hefði efnt til sextugsafmælis síns í þrettán manna hópi, þrátt fyrir að tíu manna samkomubann. Viðkvæðið hjá yfirmanni lögreglu þar í landi var á þá leið að það væru allir jafnir fyrir lögunum, en það væru ekki allir jafnir almennt. Hin ámælisverða háttsemi Hér skal ekki fullyrt um hvort rétt sé að láta strangari viðurlög eiga við um ráðherra í ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir um ákaflega íþyngjandi fjöldatakmarkanir í þágu sóttvarnarráðstafana á fordæmalausum tímum í formi reglugerðar líkt og einhverjir töldu hafa átt sér stað í Noregi. Hins vegar liggur fyrir að eigendur Ásmundarsals voru sektuð fyrir brot á þágildandi reglugerð og lögreglumenn hafa verið áminntir. Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tók málið til sérstakrar umfjöllunar og hefur nú meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að óvarfærin ummæli lögreglumannanna um meint framapot veislugesta í Ásmundarsal fælu í sér háttsemi sem gæti talist ámælisverð og þess eðlis að tilefni væri til að senda þann þátt málsins til meðferðar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá liggur fyrir að lögreglunúmer þeirra hafa verið birt í skýrslu nefndarinnar sem send var fjölmiðlum. Með lögum skal land byggja Í lýðræðislegu réttarríki er sjálfsagt að virkt og ríkt eftirlit sé með öllum störfum lögreglu. Hvað sem öðru líður hefur lögreglan valdbeitingarrétt gagnvart borgurum og gagnsæi verður að ríkja um störf þeirra, sem verða aldrei hafin yfir gagnrýni. Almenningur á jafnframt ríkan rétt á því að hafa ítarlega yfirsýn yfir búkmyndavélar einstakra lögreglumanna á vettvangi og gilda meginreglur persónuverndarlaga vöktun af þeirra hálfu, rétt eins og um alla aðra upptöku sem fer fram í öryggis- og eftirlitsskyni. Þá verða lögreglumenn ekki síst að vera meðvitaðir um eðli upptökunnar og þekkja þær reglur sem gilda um miðlun þeirra upplýsinga sem verða til þegar efni úr myndavélunum er skoðað, þar á meðal ummæli sem þeir mögulega töldu að væri aðeins þeirra á milli. Það er verkefni löggæsluyfirvalda að kanna hvort úrbóta sé þörf að þessu leyti og Persónuverndar að kanna hvort miðlun á hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum um lögreglumenn hafi verið ólögmæt. Þetta kemur okkur við Lýðræðislegt aðhald nær hins vegar ekki eingöngu til lögreglu. Lögreglumennirnir sem höfðu mætt á kvöldvakt á Þorláksmessu sinntu útkalli um fjöldasamkvæmi þar sem fjölmargir aðilar voru undir sama þaki, og gripu til verklags sem fréttir bera með sér að hafi almennt verið í samræmi við hlutverk þeirra, þó svo dagbókarfærsla um atvikið hafi falið í sér óbeina persónugreiningu á ráðherra. Í flestum ef ekki öllum lýðræðisríkjum ríkir almenn sátt um þá sýn að upplýsingar um lögbrot ráðamanna eiga almennt erindi við almenning. Persónuvernd hefur jafnframt tekið undir framangreint í samtölum sínum við fjölmiðla. Gjör rétt, og þol ei órétt? Ummæli lögreglumanna í upptöku á búkmyndavél breyttu því ekki að fjármálaráðherra var staddur í margmenni á Þorláksmessu og braut að öllum líkindum reglur um samkomubann, sem reyndar var aldrei rannsakað til fulls. Tilraunir ráðamanna til að beina spjótum að ummælum þeirra um viðstadda sem óafsakanlegu athæfi eru dapurlegar. Skilaboðin sem ríkisstjórnin hefur sent til lögreglumanna með aðgerðum sínum bera með sér að þeir skuli hugsa sig tvisvar um áður en þeir sinna lögbundnu hlutverki sínu næst þegar ráðherrar í ríkisstjórn liggja undir grun um lögbrot, jafnvel á tímum sem eiga sér fordæmi. Lærdómur okkar hinna er sá að sá eini sem ekki á að mæta teljandi afleiðingum vegna málsins er sjálfur fjármálaráðherra. Það ber ekki merki um djúpstæða sannfæringu á gamalkunnum einkunnarorðum Sjálfstæðisflokksins og hlutverki löggæsluyfirvalda í lýðræðislegu réttarríki. Höfundur er lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lögreglan Samfylkingin Ráðherra í Ásmundarsal Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda. Líkt og flestir muna vöknuðu landsmenn á aðfangadag við dapurlegar fréttir af ráðherra í ríkisstjórn landsins í samkvæmi sem samkvæmt dagbók lögreglu hafði borið öll merki þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða hefðu verið brotnar. Samdægurs freistaði dómsmálaráðherra þess að beina spjótum sínum og athygli almennings að lögreglumönnum sem óbeint höfðu upplýst um meint brot ráðherra á reglum í samkomubanni yfir jólahátíðina í dagbókarfærslu. Þá sá forsætisráðherra til þess að fjármálaráðherra gæti andað rólega á aðfangadagskvöldi með því að lýsa því strax yfir að athæfi hans myndi ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um kvöldið og næstu daga héldu landsmenn jól í tíu manna jólakúlum, reglugerð samkvæmt. Að vera jöfn fyrir lögunum Bjarni Benediktsson er hvergi nær eini ráðherrann á heimsvísu sem komist hefur í kast við reglur um samkomubann. Írskur ráðherra tilkynnti um afsögn sína eftir að í ljós kom að hann hafði sótt hádegisverð í golfklúbbi. Sé aðeins horft til Norðurlanda má nefna að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var í vor dæmd til að greiða 20 þúsund norskar krónur í sekt fyrir að brjóta sóttvarnalög þar í landi eftir að í ljós kom að hún hefði efnt til sextugsafmælis síns í þrettán manna hópi, þrátt fyrir að tíu manna samkomubann. Viðkvæðið hjá yfirmanni lögreglu þar í landi var á þá leið að það væru allir jafnir fyrir lögunum, en það væru ekki allir jafnir almennt. Hin ámælisverða háttsemi Hér skal ekki fullyrt um hvort rétt sé að láta strangari viðurlög eiga við um ráðherra í ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir um ákaflega íþyngjandi fjöldatakmarkanir í þágu sóttvarnarráðstafana á fordæmalausum tímum í formi reglugerðar líkt og einhverjir töldu hafa átt sér stað í Noregi. Hins vegar liggur fyrir að eigendur Ásmundarsals voru sektuð fyrir brot á þágildandi reglugerð og lögreglumenn hafa verið áminntir. Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tók málið til sérstakrar umfjöllunar og hefur nú meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að óvarfærin ummæli lögreglumannanna um meint framapot veislugesta í Ásmundarsal fælu í sér háttsemi sem gæti talist ámælisverð og þess eðlis að tilefni væri til að senda þann þátt málsins til meðferðar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá liggur fyrir að lögreglunúmer þeirra hafa verið birt í skýrslu nefndarinnar sem send var fjölmiðlum. Með lögum skal land byggja Í lýðræðislegu réttarríki er sjálfsagt að virkt og ríkt eftirlit sé með öllum störfum lögreglu. Hvað sem öðru líður hefur lögreglan valdbeitingarrétt gagnvart borgurum og gagnsæi verður að ríkja um störf þeirra, sem verða aldrei hafin yfir gagnrýni. Almenningur á jafnframt ríkan rétt á því að hafa ítarlega yfirsýn yfir búkmyndavélar einstakra lögreglumanna á vettvangi og gilda meginreglur persónuverndarlaga vöktun af þeirra hálfu, rétt eins og um alla aðra upptöku sem fer fram í öryggis- og eftirlitsskyni. Þá verða lögreglumenn ekki síst að vera meðvitaðir um eðli upptökunnar og þekkja þær reglur sem gilda um miðlun þeirra upplýsinga sem verða til þegar efni úr myndavélunum er skoðað, þar á meðal ummæli sem þeir mögulega töldu að væri aðeins þeirra á milli. Það er verkefni löggæsluyfirvalda að kanna hvort úrbóta sé þörf að þessu leyti og Persónuverndar að kanna hvort miðlun á hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum um lögreglumenn hafi verið ólögmæt. Þetta kemur okkur við Lýðræðislegt aðhald nær hins vegar ekki eingöngu til lögreglu. Lögreglumennirnir sem höfðu mætt á kvöldvakt á Þorláksmessu sinntu útkalli um fjöldasamkvæmi þar sem fjölmargir aðilar voru undir sama þaki, og gripu til verklags sem fréttir bera með sér að hafi almennt verið í samræmi við hlutverk þeirra, þó svo dagbókarfærsla um atvikið hafi falið í sér óbeina persónugreiningu á ráðherra. Í flestum ef ekki öllum lýðræðisríkjum ríkir almenn sátt um þá sýn að upplýsingar um lögbrot ráðamanna eiga almennt erindi við almenning. Persónuvernd hefur jafnframt tekið undir framangreint í samtölum sínum við fjölmiðla. Gjör rétt, og þol ei órétt? Ummæli lögreglumanna í upptöku á búkmyndavél breyttu því ekki að fjármálaráðherra var staddur í margmenni á Þorláksmessu og braut að öllum líkindum reglur um samkomubann, sem reyndar var aldrei rannsakað til fulls. Tilraunir ráðamanna til að beina spjótum að ummælum þeirra um viðstadda sem óafsakanlegu athæfi eru dapurlegar. Skilaboðin sem ríkisstjórnin hefur sent til lögreglumanna með aðgerðum sínum bera með sér að þeir skuli hugsa sig tvisvar um áður en þeir sinna lögbundnu hlutverki sínu næst þegar ráðherrar í ríkisstjórn liggja undir grun um lögbrot, jafnvel á tímum sem eiga sér fordæmi. Lærdómur okkar hinna er sá að sá eini sem ekki á að mæta teljandi afleiðingum vegna málsins er sjálfur fjármálaráðherra. Það ber ekki merki um djúpstæða sannfæringu á gamalkunnum einkunnarorðum Sjálfstæðisflokksins og hlutverki löggæsluyfirvalda í lýðræðislegu réttarríki. Höfundur er lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar