Beislum kraftana betur Hörður Arnarson skrifar 29. júní 2021 09:47 Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð. Þjórsá hefur gefið okkur orku sína allt frá því að Búrfellsvirkjun var reist þar fyrir hálfum sjötta áratug. Nú eru alls sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar, Tungnaá og Köldukvísl. Sama vatnasvæðið gefur þannig orku æ ofan í æ. Við höfum sem þjóð sett okkur markmið sem kalla á aukna raforkuframleiðslu, því við ætlum að vera búin að losa okkur við bensín og olíur árið 2050, en það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar. Við áformum að nýta orkuna á Þjórsársvæðinu enn betur. Eins og kunnugt er hafa 3 vatnsaflsvirkjanir til viðbótar verið á teikniborðinu, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þessar virkjanir nýta innviði sem nú þegar eru til staðar raflínur, vegi og uppistöðulónin Þórisvatn og Hágöngulón. Nýlega lagði Landsvirkjun inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem verður þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Slíkt leyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Umsókn um virkjunarleyfi er því ein varðan á þeirri leið að nýta betur – og enn og aftur - gríðarmikla orkuna í fallvötnum þessa gjöfula svæðis. Undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í áratugi, eins og gjarnt er með virkjanir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir. Fyrirséð er, að bráðnun jökla eykur rennsli í ám eins og Þjórsá, sem þegar er næst vatnsmesta á landsins. Við hljótum að reyna að vinna hreina, græna orku úr þeim mikla flaumi. Suðurlandið er sem fyrr vænsti kosturinn til orkuvinnslu, enda er eftirspurnin eftir orkunni mest á suðvesturhluta landsins og flutningskerfið til að koma orkunni á markað er þar tryggt og gott. Hitt er svo annað mál, að allir vona að hægt verði að snúa geigvænlegri þróun í hlýnun jarðar við, en það gerist ekki á einni nóttu. Fjöregg úr fleiri áttum Nokkuð hefur verið rætt um lága stöðu í uppistöðulónum Landsvirkjunar upp á síðkastið og skyldi engan undra, því þau eru vatnsminni en um langa hríð. Við reiknum vissulega með að sú staða batni hratt þegar hlýna tekur á fjöllum og að öll lón fyllist að hausti eins og vant er. Staðan minnir okkur hins vegar á, að það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa öll egg í sömu körfu. Ef við værum byrjuð að fanga vindinn til orkuvinnslu í umtalsverðu magni myndi hann skjóta styrkri stoð undir afhendingaröryggi raforku. Vindurinn spyr ekkert um hitastig á fjöllum og rennsli í ám. Við getum gengið að honum nokkuð vísum stóran hluta ársins, mörgum vissulega til mæðu en grænni orkuvinnslu til framdráttar. Við hjá Landsvirkjun eigum tilbúnar áætlanir fyrir Búrfellslund, stóran vindmyllugarð sem yrði reistur á Þjórsársvæðinu, svæði þar sem þegar er mikil orkuvinnsla. Að sjálfsögðu höfum við, árum saman, gert ítarlegar rannsóknir á þeim áhrifum sem slíkar vindmyllur myndu hafa, rétt eins og við rannsökum aðstæður árum og áratugum saman fyrir aðra orkuvinnslu. Við vitum til dæmis, að vindmyllur í Búrfellslundi myndu ekki standa í farleið fugla og við vitum að ef þær væru fjarlægðar síðar væru lítil ef nokkur ummerki um að þarna hefði nokkurn tímann staðið aflstöð. Því miður verður hins vegar enn bið á að við getum nýtt vindinn, þar sem löggjafarvaldið hefur ekki náð að koma þeim málum í viðunandi farveg. Engin orkuskipti án nýrrar, grænnar orku Fáar þjóðir eru jafn vel í stakk búnar til að takast á við nauðsynleg orkuskipti og við Íslendingar. Við getum tekið risaskref í loftslagsmálum með því að knýja allan bílaflota okkar með grænu rafmagni og við munum áreiðanlega knýja öll stærri farartæki, flutningabíla og flugvélar, með rafeldsneyti innan nokkurra ára. Þrátt fyrir orkuvinnslu undanfarinna áratuga er það enn svo, að aðeins um 0,4% af landinu okkar eru nýtt undir hana. Sambærilegar tölur fyrir nágrannalönd okkar eru t.d. á bilinu 1,5 til 2% í Noregi og í Danmörku. Við þurfum vissulega að vanda okkur áfram og taka ekki ákvarðanir um orkuvinnslu nema að mjög vel rannsökuðu máli. Um leið verðum við horfast í augu við að aukning í vinnslu grænu raforkunnar okkar er nauðsynleg til þess að ná þeim árangri sem við höfum skuldbundið okkur til þess að ná í loftlagsmálum og á sama tíma yrðu til áhugaverð, vel launuð störf og aukin efnahagsleg hagsæld. Vinnum græna orku, fyrir framtíðina. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Hörður Arnarson Vindorka Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð. Þjórsá hefur gefið okkur orku sína allt frá því að Búrfellsvirkjun var reist þar fyrir hálfum sjötta áratug. Nú eru alls sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar, Tungnaá og Köldukvísl. Sama vatnasvæðið gefur þannig orku æ ofan í æ. Við höfum sem þjóð sett okkur markmið sem kalla á aukna raforkuframleiðslu, því við ætlum að vera búin að losa okkur við bensín og olíur árið 2050, en það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar. Við áformum að nýta orkuna á Þjórsársvæðinu enn betur. Eins og kunnugt er hafa 3 vatnsaflsvirkjanir til viðbótar verið á teikniborðinu, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þessar virkjanir nýta innviði sem nú þegar eru til staðar raflínur, vegi og uppistöðulónin Þórisvatn og Hágöngulón. Nýlega lagði Landsvirkjun inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem verður þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Slíkt leyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Umsókn um virkjunarleyfi er því ein varðan á þeirri leið að nýta betur – og enn og aftur - gríðarmikla orkuna í fallvötnum þessa gjöfula svæðis. Undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í áratugi, eins og gjarnt er með virkjanir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir. Fyrirséð er, að bráðnun jökla eykur rennsli í ám eins og Þjórsá, sem þegar er næst vatnsmesta á landsins. Við hljótum að reyna að vinna hreina, græna orku úr þeim mikla flaumi. Suðurlandið er sem fyrr vænsti kosturinn til orkuvinnslu, enda er eftirspurnin eftir orkunni mest á suðvesturhluta landsins og flutningskerfið til að koma orkunni á markað er þar tryggt og gott. Hitt er svo annað mál, að allir vona að hægt verði að snúa geigvænlegri þróun í hlýnun jarðar við, en það gerist ekki á einni nóttu. Fjöregg úr fleiri áttum Nokkuð hefur verið rætt um lága stöðu í uppistöðulónum Landsvirkjunar upp á síðkastið og skyldi engan undra, því þau eru vatnsminni en um langa hríð. Við reiknum vissulega með að sú staða batni hratt þegar hlýna tekur á fjöllum og að öll lón fyllist að hausti eins og vant er. Staðan minnir okkur hins vegar á, að það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa öll egg í sömu körfu. Ef við værum byrjuð að fanga vindinn til orkuvinnslu í umtalsverðu magni myndi hann skjóta styrkri stoð undir afhendingaröryggi raforku. Vindurinn spyr ekkert um hitastig á fjöllum og rennsli í ám. Við getum gengið að honum nokkuð vísum stóran hluta ársins, mörgum vissulega til mæðu en grænni orkuvinnslu til framdráttar. Við hjá Landsvirkjun eigum tilbúnar áætlanir fyrir Búrfellslund, stóran vindmyllugarð sem yrði reistur á Þjórsársvæðinu, svæði þar sem þegar er mikil orkuvinnsla. Að sjálfsögðu höfum við, árum saman, gert ítarlegar rannsóknir á þeim áhrifum sem slíkar vindmyllur myndu hafa, rétt eins og við rannsökum aðstæður árum og áratugum saman fyrir aðra orkuvinnslu. Við vitum til dæmis, að vindmyllur í Búrfellslundi myndu ekki standa í farleið fugla og við vitum að ef þær væru fjarlægðar síðar væru lítil ef nokkur ummerki um að þarna hefði nokkurn tímann staðið aflstöð. Því miður verður hins vegar enn bið á að við getum nýtt vindinn, þar sem löggjafarvaldið hefur ekki náð að koma þeim málum í viðunandi farveg. Engin orkuskipti án nýrrar, grænnar orku Fáar þjóðir eru jafn vel í stakk búnar til að takast á við nauðsynleg orkuskipti og við Íslendingar. Við getum tekið risaskref í loftslagsmálum með því að knýja allan bílaflota okkar með grænu rafmagni og við munum áreiðanlega knýja öll stærri farartæki, flutningabíla og flugvélar, með rafeldsneyti innan nokkurra ára. Þrátt fyrir orkuvinnslu undanfarinna áratuga er það enn svo, að aðeins um 0,4% af landinu okkar eru nýtt undir hana. Sambærilegar tölur fyrir nágrannalönd okkar eru t.d. á bilinu 1,5 til 2% í Noregi og í Danmörku. Við þurfum vissulega að vanda okkur áfram og taka ekki ákvarðanir um orkuvinnslu nema að mjög vel rannsökuðu máli. Um leið verðum við horfast í augu við að aukning í vinnslu grænu raforkunnar okkar er nauðsynleg til þess að ná þeim árangri sem við höfum skuldbundið okkur til þess að ná í loftlagsmálum og á sama tíma yrðu til áhugaverð, vel launuð störf og aukin efnahagsleg hagsæld. Vinnum græna orku, fyrir framtíðina. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar