Styrmir Snær fékk frí í beinni útsendingu í morgun til að skjótast til Hawaii Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 14:15 Styrmir Snær Þrastarson gefur ungum aðdáanda eiginhandarátritun eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/ÓskarÓ Þórsarinn Styrmir Snær Þrastarson var í lykilhlutverki þegar Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið á föstudaginn var. Næst á dagskrá er að ákveða með hvaða skóla hann ætlar að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta ári. Fjölmargir bandarískir skólar vilja fá unga Þórsarann til sín og næst á dagskrá er að fara í skoðunferð um þessa skóla sem eru víðs vegar um Bandaríkin. Styrmir sló í gegn í deildarkeppni Domino's deildarinnar í körfubolta í vetur og skilaði síðan enn meiru til Þórsliðsins í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði 15,5 stig, tók 6,3 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar í leik. Ekki slæmt fyrir strák sem fékk lítið sem ekkert að spila með liðinu í fyrra. „Ég hafði aldrei unnið neitt, hvorki í yngri flokkum né meistaraflokk þannig að þetta var svolítið sérstakt,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson í byrjun viðtalsins við Gunnlaug Helgason og Lilju Katrínu, í Bítinu á Bylgjunni. Tók vaxtarkipp í tíunda bekk „Ég spilaði alltaf í neðri deildum í yngri flokkum og var ekkert rosalega góður þegar ég var yngri. Svo tók ég vaxtarkipp þegar ég var í tíunda bekk og þá fóru hlutirnir að gerast,“ sagði Styrmir Snær. Þór vann fyrstu tvo leikina en tapaði síðan í þriðja leiknum í Keflavík. Það fór þó ekkert um leikmenn liðsins. „Nei, við vissum að við værum að fara heim og ég hafði fulla trú á því að við myndum klára þetta,“ sagði Styrmir og stemmningin í Þorlákshöfn eftir að titilinn vannst. „Hún var mögnuð og það er svolítið erfitt að ná sér niður. Sérstaklega eftir helgina af því það var partýstand í Þorlákshöfn alla helgina og er eflaust ennþá í gangi í dag,“ sagði Styrmir. Hann virkaði rólegur í viðtalinu en er þá búinn að ná sér niður á jörðina? „Ég myndi kannski segja að ég væri bara mjög þreyttur og ég held að það sé aðalástæðan. Þetta var mjög gaman,“ sagði Styrmir. Þórsarar eru eins og önnur lið búin að ganga í gegn ýmislegt á tímum kórónuveirunnar. Það hefur verið spilað þétt eftir áramót og Þórsliðið hefur spilað hátt í fjörtíu leiki síðan í janúar. Hefur vigtað ofan í sig matinn síðan í október „Ég held að hugarfarið sé það sem skiptir mestu máli og sérstaklega á svona tímabili. Ég er með frábæra liðsfélaga og þjálfara sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta. Varðandi mataræðið þá byrjaði ég hjá Inga Torfa (Sveinssyni) í ITS Macros og hann hjálpaði mér rosalega mikið að koma mér í stand. Það er aðallykillinn að velgengni minni í vetur,“ sagði Styrmir sem byrjaði að vigta ofan í sig matinn í október í fyrra. Styrmir er enn bara nítján ára gamall og honum finnst að fleiri ungir leikmenn ættu að spá meira í mataræðið sitt. „Það mættu fleiri gera það, sérstaklega íþróttamenn sem ætla sér langi, því þeir þurfa þá að fara að huga strax að þessu. Þetta er það mikilvægasta í íþróttum,“ sagði Styrmir sem viðurkennir að hann sé hjátrúarfullur. Tilboð frá Hawaii, Norður Karólínu og New York „Ég er alltaf á sama stað í klefanum og geri alltaf það sama á leikdögum. Af þú talaðir um snúð þá borðaði ég einu sinni snúð fyrir leik í vetur. Það komu alveg tíu leikir í röð þar sem ég borðaði snúð fimm klukkutímum fyrir leik. Þegar við töpuðum þá hætti ég að borða þennan snúð,“ sagði Styrmir hlæjandi. Hann mun vinna hjá Þorlákshafnarbæ í sumar en hvað með framhaldið? „Ég er búinn að fá alveg fullt af skólatilboðum og er að fara að huga að því hvað ég geri næst. Ég er búinn að fá tilboð frá Norður Karólínu og svo fékk ég líka tilboð frá Hawaii sem er mjög spennandi. Ég er líka búinn að fá tilboð frá New York, Connecticut og þar i kring,“ sagði Styrmir sem stefnir á það að fara að læra eitthvað íþróttatengt. Mamma og pabbi hafa mikinn áhuga Það koma margir skólar til greina og Styrmir er að fara til Bandaríkjanna til að skoða hvað er í boði á næstu dögum. „Ég býst við því að fara út til að skoða skóla í næstu viku eða þessari viku. Svo er ég með fullt af fagaðilum í Þorlákshöfn sem hjálpa mér og þá sérstaklega mömmu og pabba. Þau hafa mikinn áhuga á þessu og hjálpa mér mjög mikið í þessum málum,“ sagði Styrmir en fær hann frí í bæjarvinnunni til að fara í þetta ferðalag? „Svo er það önnur spurning. Ætli ég þurfi ekki að ræða það við Elliða,“ sagði Styrmir og Gulli Helga tók þá upp símann og hringdi í Elliða Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Gulli Helga hringdi í bæjarstjórann í Ölfusi Elliði svaraði en viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hlusta. „Við erum að hringja í þig til að biðja um frí fyrir Styrmi Snæ sem situr hérna hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur. Styrmir mun væntanlega fara til Hawaii í þessari ferð þar sem einn skóli þar vill fá hann. „Það er auðsótt. Ég horfði á Styrmi spila stórkostlegan leik og verða Íslandsmeistari á körfuboltavellinum. Ég fylgdist líka með honum til sex um morguninn og veit að hann þarf frí, sagði Elliði Vignisson léttur. Það má heyra þetta símtal og allt viðtalið við Styrmi hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Fjölmargir bandarískir skólar vilja fá unga Þórsarann til sín og næst á dagskrá er að fara í skoðunferð um þessa skóla sem eru víðs vegar um Bandaríkin. Styrmir sló í gegn í deildarkeppni Domino's deildarinnar í körfubolta í vetur og skilaði síðan enn meiru til Þórsliðsins í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði 15,5 stig, tók 6,3 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar í leik. Ekki slæmt fyrir strák sem fékk lítið sem ekkert að spila með liðinu í fyrra. „Ég hafði aldrei unnið neitt, hvorki í yngri flokkum né meistaraflokk þannig að þetta var svolítið sérstakt,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson í byrjun viðtalsins við Gunnlaug Helgason og Lilju Katrínu, í Bítinu á Bylgjunni. Tók vaxtarkipp í tíunda bekk „Ég spilaði alltaf í neðri deildum í yngri flokkum og var ekkert rosalega góður þegar ég var yngri. Svo tók ég vaxtarkipp þegar ég var í tíunda bekk og þá fóru hlutirnir að gerast,“ sagði Styrmir Snær. Þór vann fyrstu tvo leikina en tapaði síðan í þriðja leiknum í Keflavík. Það fór þó ekkert um leikmenn liðsins. „Nei, við vissum að við værum að fara heim og ég hafði fulla trú á því að við myndum klára þetta,“ sagði Styrmir og stemmningin í Þorlákshöfn eftir að titilinn vannst. „Hún var mögnuð og það er svolítið erfitt að ná sér niður. Sérstaklega eftir helgina af því það var partýstand í Þorlákshöfn alla helgina og er eflaust ennþá í gangi í dag,“ sagði Styrmir. Hann virkaði rólegur í viðtalinu en er þá búinn að ná sér niður á jörðina? „Ég myndi kannski segja að ég væri bara mjög þreyttur og ég held að það sé aðalástæðan. Þetta var mjög gaman,“ sagði Styrmir. Þórsarar eru eins og önnur lið búin að ganga í gegn ýmislegt á tímum kórónuveirunnar. Það hefur verið spilað þétt eftir áramót og Þórsliðið hefur spilað hátt í fjörtíu leiki síðan í janúar. Hefur vigtað ofan í sig matinn síðan í október „Ég held að hugarfarið sé það sem skiptir mestu máli og sérstaklega á svona tímabili. Ég er með frábæra liðsfélaga og þjálfara sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta. Varðandi mataræðið þá byrjaði ég hjá Inga Torfa (Sveinssyni) í ITS Macros og hann hjálpaði mér rosalega mikið að koma mér í stand. Það er aðallykillinn að velgengni minni í vetur,“ sagði Styrmir sem byrjaði að vigta ofan í sig matinn í október í fyrra. Styrmir er enn bara nítján ára gamall og honum finnst að fleiri ungir leikmenn ættu að spá meira í mataræðið sitt. „Það mættu fleiri gera það, sérstaklega íþróttamenn sem ætla sér langi, því þeir þurfa þá að fara að huga strax að þessu. Þetta er það mikilvægasta í íþróttum,“ sagði Styrmir sem viðurkennir að hann sé hjátrúarfullur. Tilboð frá Hawaii, Norður Karólínu og New York „Ég er alltaf á sama stað í klefanum og geri alltaf það sama á leikdögum. Af þú talaðir um snúð þá borðaði ég einu sinni snúð fyrir leik í vetur. Það komu alveg tíu leikir í röð þar sem ég borðaði snúð fimm klukkutímum fyrir leik. Þegar við töpuðum þá hætti ég að borða þennan snúð,“ sagði Styrmir hlæjandi. Hann mun vinna hjá Þorlákshafnarbæ í sumar en hvað með framhaldið? „Ég er búinn að fá alveg fullt af skólatilboðum og er að fara að huga að því hvað ég geri næst. Ég er búinn að fá tilboð frá Norður Karólínu og svo fékk ég líka tilboð frá Hawaii sem er mjög spennandi. Ég er líka búinn að fá tilboð frá New York, Connecticut og þar i kring,“ sagði Styrmir sem stefnir á það að fara að læra eitthvað íþróttatengt. Mamma og pabbi hafa mikinn áhuga Það koma margir skólar til greina og Styrmir er að fara til Bandaríkjanna til að skoða hvað er í boði á næstu dögum. „Ég býst við því að fara út til að skoða skóla í næstu viku eða þessari viku. Svo er ég með fullt af fagaðilum í Þorlákshöfn sem hjálpa mér og þá sérstaklega mömmu og pabba. Þau hafa mikinn áhuga á þessu og hjálpa mér mjög mikið í þessum málum,“ sagði Styrmir en fær hann frí í bæjarvinnunni til að fara í þetta ferðalag? „Svo er það önnur spurning. Ætli ég þurfi ekki að ræða það við Elliða,“ sagði Styrmir og Gulli Helga tók þá upp símann og hringdi í Elliða Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Gulli Helga hringdi í bæjarstjórann í Ölfusi Elliði svaraði en viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hlusta. „Við erum að hringja í þig til að biðja um frí fyrir Styrmi Snæ sem situr hérna hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur. Styrmir mun væntanlega fara til Hawaii í þessari ferð þar sem einn skóli þar vill fá hann. „Það er auðsótt. Ég horfði á Styrmi spila stórkostlegan leik og verða Íslandsmeistari á körfuboltavellinum. Ég fylgdist líka með honum til sex um morguninn og veit að hann þarf frí, sagði Elliði Vignisson léttur. Það má heyra þetta símtal og allt viðtalið við Styrmi hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira