Golf

Nelly Korda sigraði KPMG risamótið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nelly Korda lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari.
Nelly Korda lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari. Kevin C. Cox/Getty Images

Nelly Korda sigraði KPMG risamótið á LPGA mótaröðinni í golfi í dag. Korda var jöfn Lizette Salas fyrir lokahringinn. Korda spilaði lokahringinn á fórum höggum undir pari og lék samtals á 19 höggum undir pari vallarins.

Þetta var þriðji sigur Korda á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili, en hennar fyrsti sigur á risamóti. Sigurinn mun lyfta henni í efsta sæti heimslistans á morgun.

Þessi 22 ára kylfingur byrjaði fyrsta daginn á 70 höggum, eða tveim höggum undir pari. Annan daginn jafnaði hún vallarmetið þegar hún lék á 63 höggum. Hún lék svo á 68 höggum bæði í dag og í gær.

Lizette Salas varð önnur á 16 höggum undir pari og Hyo Joo Kim þriðja á tíu höggum undir pari.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×