Viðskipti innlent

Áætla virði Alvotech 300 milljarða króna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech.
Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Alvotech

Fjórðungur eigenda breytanlegra skuldabréfa lyfjafyrirtækisins Alvotech hafa nýtt sér rétt sinn til að breyta skuldabréfum upp á 13 milljarða króna í hlutafé. Gengi viðskiptana áætlar virði fyrirtækisins 300 milljarða króna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alvotech. Um er að ræða skuldabréf sem gefin voru út í lok árs 2018. Morgan Stanley og Arion banki höfðu umsjón með viðskiptunum.

Í tilkynningunni segir að samhliða þessu hafi Alvotec samið um hagstæðari kjör á eftirstöðvum skuldabréfanna. Vextir muni koma til með að lækka, gjalddaginn verði lengdur til ársloka 2025 og frekari breytingaréttur felldur niður.

„Þá hefur Alvotech stækkað skuldabréfaflokkinn um ríflega 6 milljarða króna, en erlendir fagfjárfestar hafa skrifað sig fyrir þeirri fjárhæð. Skuldir Alvotech lækka því við þetta sem nemur um 7 milljörðum króna, með skuldbreytingu upp á 13 milljarða króna að frádreginni 6 milljarða stækkun á skuldabréfaflokknum,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Alvotech og staðfesting á því öfluga starfi sem starfsmenn Alvotech hafa sinnt að undanförnu. Við teljum þetta staðfesta tiltrú fjárfesta á félaginu,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni Alvotech.

Lyf




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×