Gallað veiðigjald Daði Már Kristófersson skrifar 24. júní 2021 15:26 Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun