Sport

Dagskráin í dag: Mjólkurbikarinn í eldlínunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valur mætir ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.
Valur mætir ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

Íslenskur fótbolti verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport í dag er frídagur er á Evrópumótinu í fótbolta. Leikar hefjast þar aftur á laugardag.

Það er Íslendingaslagur í sænska boltanum er Kristianstads og Piteå mætast en flautað verður til leiks í hádeginu.

Það er nóg af golfi á dagskránni í dag er BMW International, PGA túrinn og LPGA túrinn verður á dagskrá Stöð 2 Golf.

Valur og Leiknir mætast í Mjólkurbikar karla klukkan 19.00 en klukkutíma fyrr mætast ÍBV og Valur í Mjólkurbikar kvenna.

Klukkan 21.15 verða svo Mjólkurbikarmörkin á dagskránni þar sem farið verður yfir öll mörkin í keppninni.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.