Tækifæri kerfisins Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. júní 2021 07:30 Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun