Miðakerfið hrundi á þriðja leik Keflavíkur og Þórs en Þórsarar eiga enn inni 52 miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 15:57 Þórsarar vilja fjölmenna og sjá sína menn vinna Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Bára Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna sölu miða á þriðja úrslitaleik Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem fer fram annað kvöld. Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira