Golf

Átta liða úrslitunum lokið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá er komin í undanúrslitin.
Guðrún Brá er komin í undanúrslitin. gsimyndir.net

Átta liða úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni 2021 lauk í kvöld á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar.

Keppt er í kvenna – og karlaflokki. Mótið í ár er það 34. frá upphafi en fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitla í holukeppni í karla – og kvennaflokki árið 1988.

Í karlaflokki eru Andri Már Óskarsson, Lárus Ingi Antonsson, Andri Þór Björnsson og Sverrir Haraldsson komir áfram.

Andri Már hafði betur gegn Aroni Emil Gunnarssyni, Lárus Ingi gegn Birgi Birni Magnússyni, Andri Þór hafði betur gegn Kristjáni Einarssyni og Sverrir gegn Jóhannesi Guðmundssyni.

Í kvennaflokki komust þær Eva Karen Björnsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir í undanúrslitin.

Eva Karen bar sigur úr býtum gegn Önnu Júlíu Ólafsdóttur, Helga Signý gegn Kareni Stefánsdóttur, Guðrún Brá gegn Andreu Ýr Ásmundsdóttir og Hulda Clara gegn Örnu Rún Kristjánsdóttur.

Undanúrslitin og úrslitin fara fram á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.