Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi Andri Sigurðsson skrifar 17. júní 2021 11:01 Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun