Spilum bara körfubolta og útkljáum þetta á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2021 22:29 Lárus Jónsson ræðir hér við Callum Lawson í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00