Bílar

Myndband: Tesla Model S Plaid á Laguna Seca

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model S Plaid
Tesla Model S Plaid

Tesla Model S Plaid sést á myndbandinu fara fram úr Porsche Cayman GT4. Vissulega er Model S Plaid eintakið sem er notað strípað og sérstaklega lagaða að brautarakstri.

Ökumaðurinn sem ekur Tesla bifreiðinni á myndbandinu er Randy Pobst. Hann mun fara með bílinn til Pikes Peak 27. júní til að aka honum þar. Það er eiginlega ógnvekjandi hversu mikil hröðunin er. Hér má sjá myndband frá Unplugged Performance.

Þegar Pobst nálgast beina kaflann á Laguna Seca brautinni þá gefur hann allt í botn og fer fram úr 414 hestafla Porsche bifreiðinni eins og henni sé lagt í brautarkantinum.

Model S Plaid bíllinn sem notaður er er enginn venjulegur Model S Plaid, hann er með stóran afturvæng og á léttum felgum og slikkum. Hann hefur þar að auki verið strípaður niður og allt óþarfa innvols fjarlægt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.